Ertu upprennandi endurskoðandi?

PwC Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík


Við leitum að ábyrgum og áhugasömum háskólanema sem vill öðlast frekari starfsreynslu hjá sterku fyrirtæki og sérhæfa sig í bókhaldi, reikningsskilum og endurskoðun. Þú munt vinna náið með öðrum starfmönnum á endurskoðunarsviði að fjölbreyttum verkefnum.


Tækifæri gefst til að vinna í hlutastarfi meðfram námi og leitum við sérstaklega eftir einstakling sem hefur lært viðskiptafræði eða sambærilegt og stefnir á nám í endurskoðun. Við bjóðum upp á möguleika til að vaxa í starfi og að vinna með sterku teymi að áhugaverðum verkefnum hjá fjölbreyttum fyrirtækjum og stofnunum á landinu.


PwC er framsækið og traust fyrirtæki á sviði endurskoðunar, reikningsskila, fyrirtækjaráðgjafar og skatta- og lögfræðiráðgjafar. Félagið er íslenskt en er jafnframt hluti af alþjóðlegu neti PwC sem er eitt stærsta endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtæki í heiminum. PwC á Íslandi er með starfsstöðvar í Reykjavík, á Selfossi, Hvolsvelli, Reykjanesbæ, Vestmannaeyjum, Húsavík og Akureyri.

 

Starfs- og ábyrgðarsvið

 • Ytri endurskoðun 
 • Reikningsskil
 • Ráðgjöf til viðskiptavina 
 • Önnur tilfallandi störf

Menntunar– og hæfniskröfur

 • Bachelor gráða (eða ástundun bachelor náms) í viðskiptafræði
 • Ástundun meistaranáms í reikningsskilum og endurskoðun er mikill kostur
 • 0-3 ára starfsreynsla
 • Metnaður til að ná árangri í starfi 
 • Skipulagshæfni og vönduð vinnubrögð 
 • Sterk ábyrgðartilfinning
 • Góð geta til að vinna í hóp
 • Sjálfstæði, frumkvæði og sterk samskiptahæfni

Senda skal umsóknir til Katrínar Ingibergsdóttur mannauðssérfræðings á netfangið katrin.ingibergsdottir@pwc.com.

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um ástundun náms.

Öllum umsóknum verður svarað og verða þær meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

Auglýsing stofnuð:

12.12.2018

Staðsetning:

Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Skrifstofustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi