Námstjóri

Promennt Skeifan 11, 108 Reykjavík


Promennt er að leita að metnaðargjörnum námstjóra til að ganga til liðs við okkur, en Promennt er fræðslufyrirtæki á sviði upplýsingatækni og annarra fagsviða.

Námstjórinn heldur utan um námsframboð Promennt og tryggir þannig gæði námsins og um leið ráðleggur hann og upplýsir viðskiptavini um vöru- og þjónustuúrval hjá Promennt hverju sinni. 

Um er að ræða mjög fjölbreytt, krefjandi en jafnframt skemmtilegt starf sem hentar mjög skipulögðum einstaklingum sem hafa ástríðu fyrir fræðslumálum. 

Helstu verkefni og ábyrgð 

Meðal verkefna námstjóra Promennt er: 

 • Mönnun í kennslu á námsframboði Promennt
 • Tengiliður við leiðbeinendur
 • Uppsetning, utanumhald og þróun á námsframboði
 • Yfirumsjón með fræðsluumsjónarkerfi Promennt 
 • Ráðgjöf til núverandi og framtíðar viðskiptavina
 • Umsjón með gæðakerfi Promennt
 • Samskipti við VMST og VIRK

 

Vinnutími

Um 100% starf er að ræða og er vinnutími að jafnaði á hefðbundnum skrifstofutíma. Viðkomandi þarf þó að vera tilbúinn til að starfa utan þess tíma ef svo ber undir.

Promennt leggur mikið upp úr því að skapa starfsfólki gott vinnuumhverfi, en hluti af því er að á föstudögum er aðeins unnið til hádegis. 

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi skilyrði, t.d. náms- og starfsráðgjöf
 • Reynsla af vinnu í kringum fullorðinsfræðslu æskileg
 • Mikill áhugi á að nýta upplýsingatækni í námsumhverfi
 • Metnaður í því að gera sífellt betur og vinna að umbótum
 • Skipulag og fagmennska í vinnubrögðum er skilyrði
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Þolinmæði, glaðlyndi og jákvætt viðmót
 • Afbragðs hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
 • Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku og ensku
 • Framúrskarandi almenn tölvukunnátta (góð Excel kunnátta er kostur)
 • Þekking á umhverfi Office 365 mikill kostur 
 • Þekking á Moodle eða öðru fræðsluumsjónarkerfi mikill kostur 
 • Þekking á viðskiptamannakerfi (CRM), kostur ef Microsoft Dynamics CRM

Umsóknarfrestur um starfið er til og með 19. apríl, en viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. ágúst. Við hvetjum að sjálfsögðu jafnt konur sem karla til að sækja um starfið. 

Promennt er rótgróið en jafnframt framsækið fræðslufyrirtæki sem opnar dyr að nýjum tækifærum og nýjum möguleikum hvort heldur sem er hjá einstaklingum eða fyrirtækjum. Hjá okkur býðst nemendum, bæði byrjendum og sérfræðingum, allstaðar frá að sækja hagnýtt nám á einfaldan hátt auk þess sem boðið er upp á sérsniðin námskeið að óskum fyrirtækja. 

Kjarnastarfsemi Promennt er fjórþætt en það er markmið okkar að vera eftirsóttasti kostur atvinnulífsins í  fræðslumálum: Fræðsla/skóli, prófamiðstöð, stofuleiga, sérþjónusta fyrir fyrirtæki.  

Umsóknarfrestur:

19.04.2019

Auglýsing stofnuð:

04.04.2019

Staðsetning:

Skeifan 11, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Upplýsingatækni Skrifstofustörf Stjórnunarstörf Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi