Vefforritari

Overcast Software ehf. Ármúli 42, 108 Reykjavík


Overcast Software leitar að vefforritara í öflugt vöruþróunarteymi fyrirtækisins.

Við erum öll sjálfstæð í vinnubrögðum og lærum hvert af öðru. Deilum hugmyndum og hjálpumst að við greiningu vandamála og lausn verkefna.

Meðal verkefna eru bakendaforritun í Ruby on Rails og Python, framendaforritun í React og ef heppnin er með þér, VanillaJS, auk samskipta við viðskiptavini eftir þörfum.

Við erum að leita eftir nákvæmni í vinnubrögðum, slatta af þolinmæði, útsjónarsemi í stórum skömmtum og viljanum til að læra nýja hluti.

Það kann að vera að þú sért ekki með mikla reynslu, en bætir það upp með miklum vilja til að læra. Eða þú ert með mikla reynslu og kemur með eitthvað nýtt að borðinu til að kenna okkur. Hvort heldur sem er, þá viljum við heyra frá þér.

Menntun- eða reynsla

Á eitthvað af þessu við þig?

  • Háskólamenntun í tölvunarfræði eða verkfræði eða amk 5 ára reynsla í hugbúnaðargerð
  • Þekking á Ruby on Rails, Python eða sambærilegum script forritunarmálum
  • Þekking á Java, Rust, Go eða öðrum forritunarmálum sem þú hefur notað við uppbyggingu á yfir meðallagi stórum hugbúnaðarkerfum
  • Reynsla af því að skrifa góðan og validated HTML / CSS / JS kóða
  • Reynsla af React, Angular eða öðrum sambærilegum JS umhverfum

Við hvetjum konur sérstaklega til að sækja um.

Nánari upplýsingar veitir Kjartan Sverrisson, framkvæmdastjóri, í síma 546 1115 eða á netfanginu jobs@overcast.is.

Auglýsing stofnuð:

09.04.2019

Staðsetning:

Ármúli 42, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi