Söluráðgjafi

Öryggismiðstöðin Askalind 1, 201 Kópavogur


Við leitum að kraftmiklum söluráðgjafa, sem býr yfir mikilli skipulagshæfni, hugsar í lausnum, sýnir frumkvæði og tekur ábyrgð.

Öryggismiðstöðin auglýsir eftir öflugum sóknarmanni í framlínu sölusviðs. Starfið er framtíðarstarf á samhentum, traustum og metnaðarfullum vinnustað.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af sölustörfum og mjög gott orðspor á því sviði.
  • Reynsla af sölu öryggis- eða tæknilausna er kostur.
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar.
  • Drifkraftur, sjálfstæð og öguð vinnubrögð ásamt vilja til þess að ná árangri í starfi.
  • Rík þjónustulund og jákvæðni.
  • Mjög góð íslensku- og tölvukunnátta.
  • Háskólamenntun er kostur.

Helstu verkefni söluráðgjafa:
Söluráðgjöf, tilboðsgerð og eftirfylgni, ásamt þátttöku í sölu- og átaksverkefnum.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega.
Nánari upplýsingar veitir Kristinn Loftur Einarsson, deildarstjóri sölusviðs í síma 570 2400.

Umsóknarfrestur er til 5. ágúst 2019.

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Vakin er athygli á því að starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar þurfa að skila inn sakavottorði.

Umsóknarfrestur:

05.08.2019

Auglýsing stofnuð:

12.07.2019

Staðsetning:

Askalind 1, 201 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi