Sérfræðingur á markaðssviði

Öryggismiðstöðin Askalind 1, 201 Kópavogur


Sérfræðingur á markaðssviði

Við leitum að hugmyndaríkum snillingi í markaðsmálum sem býr yfir mikilli skipulagshæfni, hugsar í lausnum, sýnir frumkvæði og tekur ábyrgð.

Helstu verkefni

 • Þátttaka í stefnumótun markaðsmála, gerð markaðsáætlunar, framkvæmd og eftirfylgni hennar.
 • Stjórnun verkefna í stafrænni markaðssetningu, allt frá hugmyndavinnu til birtinga.
 • Samskipti við samstarfsfyrirtæki í hönnun, framleiðslu og birtingum.
 • Utanumhald og umsjón ytri og innri vefsvæða.
 • Gerð kynningarefnis og samræming á útliti.
 • Skipulag og stjórn verkefna sem stuðla að góðu upplýsingaflæði og miðlun þekkingar innan fyrirtækisins.
 • Skipulagning og stjórnun funda, ráðstefna og annarra uppákoma.
 • Samráð og teymisvinna með stjórnendum og starfsmönnum.
 • Nýta öll möguleg tækifæri til að koma fyrirtækinu á framfæri á jákvæðan hátt 


Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræði eða markaðsfræði.
 • Reynsla af stjórnun markaðsmála og þekking á stafrænni markaðssetningu er nauðsyn.
 • Viðkomandi þarf að eiga afar auðvelt með jákvæð mannleg samskipti, vera árangursdrifinn og hafa meðmæli um að klára sín verkefni með sóma.
 • Við leitum að hugmyndaríkum og sjálfstæðum starfsmanni sem býr yfir mikilli skipulagshæfni, hugsar í lausnum, sýnir frumkvæði og tekur ábyrgð.
 • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta jafnt í ræðu sem riti og geta til að koma vel fyrir sig orði.
 • Að geta leitt hópastarf og eiga auðvelt með teymisvinnu.
 • Þekking á öryggismálum og/eða velferðartækni er kostur


Nánari upplýsingar veitir:

Ómar Örn Jónsson framkvæmdastjóri markaðssviðs, omar@oryggi.is.Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega. 

 Umsóknarfrestur er til 16. janúar 2019.   

Öryggismiðstöðin er vaxandi og framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í öryggismálum og velferðartækni fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Fyrirtækið hefur undanfarin misseri lagt sérstaka áherslu á stafræna markaðssetningu í sínu markaðsstarfi. Markaðssvið sinnir hvort tveggja innri og ytri markaðssetningu fyrirtæksins. 

Umsóknarfrestur:

16.01.2019

Auglýsing stofnuð:

04.01.2019

Staðsetning:

Askalind 1, 201 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi