Öryggisverðir í staðbundna öryggisgæslu

Öryggismiðstöðin Askalind 1, 201 Kópavogur


Öryggisverðir í staðbundna öryggisgæslu


Öryggismiðstöðin leitar eftir öryggisvörðum í staðbundna öryggisgæslu á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Leitað er að kraftmiklum aðilum með góða samskiptahæfni og sjálfstæð og öguð vinnubrögð. 

Vaktavinna, unnið er á 12 tíma vöktum í 7 daga og 7 dagar frí 

Hæfniskröfur:

Hreint sakavottorð
Lágmarksaldur 20 ár
Reynsla af öryggis- og löggæslumálum er kostur
Þekking á almennri skyndihjálp er kostur
Þekking á öryggiskerfum, brunakerfum, slökkvibúnaði er kostur
Góð mannleg samskipti, jákvæðni og rík þjónustulund
Geta til að vinna undir álagi
Gott vald á íslensku og ensku

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Vakin er athygli á því að starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar þurfa að skila inn sakavottorði og lágmarksaldur er 20 ára.

Umsóknarfrestur er til og með 17. maí 2019

Nánari upplýsingar um starfið veitir Vedran Borojevic verkefnastjóri staðbundinnar öryggisgæslu í tölvupósti vb@oryggi.is Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega.

Öryggismiðstöðin var stofnuð árið 1995 og býður upp á lausnir í öryggis- og velferðarmálum fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Öryggismiðstöðin hefur á undanförnum árum hlotið viðurkenningu VR sem Fyrirmyndarfyrirtæki ársins. Gildi fyrirtækisins eru forysta, umhyggja og traust.

Umsóknarfrestur:

17.05.2019

Auglýsing stofnuð:

13.05.2019

Staðsetning:

Askalind 1, 201 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi