Kerfisstjóri

Öryggismiðstöðin Askalind 1, 201 Kópavogur


Kerfisstjóri

Við leitum eftir drífandi og jákvæðum einstakling í upplýsingatækni hópinn okkar til þess að fást við fjölbreytt og krefjandi verkefni.

Helstu verkefni

 • Dagleg notendaþjónusta og kerfisumsjón
 • Viðhald og uppbygging upplýsingatæknikerfa
 • Öryggismál
 • Aðstoð við aðrar deildir
 • Samskipti við þjónustuaðila
 • Fræðsla til notenda
 • Margvísleg önnur verkefni sem tengjast upplýsingatækni

Hæfniskröfur

 • Vottun á sviði upplýsingatækni s.s. MCSA, CCNA eða sambærilegar vottanir
 • Þekking eða menntun í forritun og/eða umsjón gagnagrunna kostur
 • Reynsla af rekstri tölvukerfa, netkerfa, sýndarumhverfa o.s.frv. kostur
 • Þekking á Microsoft Dynamics NAV kostur
 • Góð samskiptahæfni, jákvæðni og þjónustulipurð
 • Færni til þess að vinna sjálfstætt jafnt og með öðrum

Nánari upplýsingar veitir:
Ásgeir Rúnar Viðarsson verkefnastjóri upplýsingatækni, asgeir@oryggi.is
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega.

Umsóknarfrestur er til 16. janúar.

Öryggismiðstöðin er vaxandi og framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í öryggismálum og velferðartækni til fyrirtækja og einstaklinga.

Umsóknarfrestur:

16.01.2019

Auglýsing stofnuð:

04.01.2019

Staðsetning:

Askalind 1, 201 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi