Þjónustustjóri Upplýsingatæknisviðs

Orkuveita Reykjavíkur Bæjarháls 1, 110 Reykjavík


Við leitum að tæknilegum tengilið
 

Upplýsingatæknisvið OR þjónustar dótturfyrirtæki OR samstæðunnar; Veitur, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur, með upplýsingatæknimál og þróun hugbúnaðarlausna. Þjónustustjóri hefur það hlutverk að hafa yfirsýn, veita ráðgjöf og vita allt um upplýsingatæknimál tiltekins dótturfélags. Hlutverk þjónustustjóra er ekki að verkstýra einstökum upplýsingatækniverkefnum heldur styðja stjórnendur viðkomandi dótturfélags í upplýsingatæknimálum. Þetta er nýtt starf og spennandi tækifæri fyrir framsýnan og lausnamiðaðan einstakling sem  býr yfir framúrskarandi samskiptahæfni

Verkefni og ábyrgð:

  • Tengiliður Upplýsingatæknisviðs við dótturfyrirtæki OR samstæðunnar.
  • Heildaryfirsýn og aðstoð við forgangsröðun upplýsingatækniverkefna viðkomandi fyrirtækis.
  • Frumkvæði að nýjum lausnum og tryggja að þær sem fyrir eru nýtast sem best.

 

Hæfniskröfur:

  • Framúrskarandi samskiptahæfni og hæfni í ráðgjöf
  • Færni í að greina þarfir og forgangsraða
  • Framsýni og áhugi á tækni og nýjungum
  • Færni í að taka við upplýsingum úr ólíkum áttum og hafa yfirsýn
  • Reynsla af þjónustu við innri eða ytri viðskiptavini er kostur
  • Reynsla af verkefnum í upplýsingatækni- eða tæknimálum er kostur
  • Háskólamenntun eða reynsla sem nýtist í starfi

Við hvetjum konur sérstaklega til að sækja um.*

Umsóknarfrestur er til og með 2. júní 2019.

Þú sækir um á ráðningavef OR, starf.or.is, þar sem nánari upplýsingar um starfið er að finna.

OR er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi, jafnrétti, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og einkalíf.

 

*Þar sem konur eru í minnihluta starfsfólks hjá Upplýsingatækni OR hvetjum við þær sérstaklega, á grundvelli 1. mgr. 18. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, til að sækja um.

 

Umsóknarfrestur:

02.06.2019

Auglýsing stofnuð:

14.05.2019

Staðsetning:

Bæjarháls 1, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi