Skemmtilegt verslunarstarf

Origo hf. Borgartún 37, 105 Reykjavík


Origo leitar að hressum og þjónustulunduðum einstaklingi til að sinna vörusölu í verslun fyrirtækisins í Borgartúni 37 í Reykjavík.

Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á sölu og þjónustu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrð:

  • Ráðgjöf og sala til viðskiptavina
  • Öflun nýrra viðskiptatækifæra
  • Uppstilling og umhirða verslunar


Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Reynsla af sölustörfum
  • Framúrskarandi þjónustulund
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Umsækjendur þurfa að vera 20 ára eða eldri. 


Unnið er tvær vikur í röð frá 09:00 – 17:00 og eina viku frá 08:00 – 16:00.

Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.
Hjá Origo starfar öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt til að efla árangur, hagsæld og öryggi viðskiptavina. Gildin okkar eru þjónustuframsýn, samsterk og fagdjörf.

Sótt er um starfið hér á Alfreð.

Áhugasömum er bent á að sækja um strax því umsóknir eru yfirfarnar um leið og þær berast og því er ekki skilgreindur umsóknarfrestur. Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað. Nánari upplýsingar veitir Brynjar Már Brynjólfsson, sérfræðingur á Mannauðssviði Origo.

Auglýsing stofnuð:

02.07.2019

Staðsetning:

Borgartún 37, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi