Linux kerfisstjóri

Origo hf. Borgartún 37, 105 Reykjavík


Origo leitar að traustum og markmiðadrifnum sérfræðingi í skemmtilegan og leiðandi hóp Linux kerfisstjóra.

Helstu verkefni:

  • Dagleg þjónusta við vef- og kerfislausnir
  • Uppsetningar, breytingar og viðhald á netþjónum og þjónustum sem keyra í umhverfi Origo, viðskiptavina og/eða skýjaþjónustum
  • Þáttaka í framtíðarsýn Linuxmála og bestun með sérstaka áherslu á skilvirkni, sjálfvirknivæðingu og öryggi


Hæfniskröfur

  • Minnst 2-3 ára reynsla af Linux kerfisrekstri
  • RHCSA og/eða RHCE gráður eða sambærilegar eru æskilegar
  • Reynsla af rekstri vefkerfa, gagnagrunna og *nix sérkerfa
  • Reynsla af rekstri Java vefkerfa æskileg
  • Brennandi áhugi á skilvirkni og sjálfvirknivæðingu
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og mikil hæfni í að greina og leysa flókin verkefni

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

Hjá Origo starfar öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt til að efla árangur, hagsæld og öryggi viðskiptavina. Gildin okkar eru þjónustuframsýn, samsterk og fagdjörf.

Sótt er um starfið hér á vef Origo. Umsóknarfrestur er til og með 21. maí n.k. Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað. Nánari upplýsingar veita sérfræðingar á mannauðssviði Origo (mannaudur@origo.is)

Umsóknarfrestur:

21.05.2019

Auglýsing stofnuð:

09.05.2019

Staðsetning:

Borgartún 37, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi