Leiðtogi í verslun Origo

Origo hf. Borgartún 37, 105 Reykjavík


Við leitum að metnaðarfullum og geislandi einstaklingi með framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum til að stýra daglegum rekstri og þróun á verslun Origo í Borgartúni 37. Við erum að leita að aðila sem hefur áhuga á að taka þátt með okkur í stafrænni þróun fyrirtækisins og hefur metnað til að fara fram úr væntingum viðskiptavina.

Helstu verkefni:

 • Daglegur rekstur verslunar Origo í Borgartúni
 • Sala á vörum og lausnum Origo
 • Stuðla að jákvæðri upplifun viðskiptavina
 • Umsjón með markaðsmálum, viburðum og söluráðstefnum sem snúa að verslun í samvinnu við aðra
 • Þátttaka í verkefnum sem snúa að innleiðingu á sjálfvirkniferlum í afgreiðsluumhverfi Origo
 • Þátttaka í vinnuhóp um ,,omnichannel“

Hæfniskröfur

 • Reynsla af verslunar- og þjónustustörfum er æskileg
 • Framúrskarandi leiðtogahæfni
 • Hafa auga fyrir góðri framsetningu vara
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Drifkraftur, frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

Hjá Origo starfar öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt til að efla árangur, hagsæld og öryggi viðskiptavina. Gildin okkar eru þjónustuframsýn, samsterk og fagdjörf.

Sótt er um starfið hér á vef Origo. Umsóknarfrestur er til og með 24. mars n.k. Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað. Nánari upplýsingar veita sérfræðingar á mannauðssviði Origo.

Auglýsing stofnuð:

14.03.2019

Staðsetning:

Borgartún 37, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf Þjónustustörf Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi