Kerfisstjóri vefkerfa - Microsoft lausnir

Origo hf. Borgartún 37, 105 Reykjavík


Origo leitar að einstaklingi með brennandi áhuga á tækni, metnað til að tileinka sér nýjungar, miðla þekkingu og áhuga á að taka þátt í upplýsingatæknibyltingunni með okkur. 
Allir kerfisstjórar sem hafa áhuga á kóngulóarvefum, klösum, eru með sín skilríki á hreinu, vantar smá WAF í lífið sitt og eru til í að þróa og besta framtíðina með okkur eru hvattir til að sækja um.

Helstu verkefni:

  • Daglegur rekstur á hýsingarkerfum vefkerfa viðskiptavina
  • Uppsetningar, breytingar og ráðgjöf á upplýsingatæknikerfum
  • Vinna með öðrum í framtíðarsýn vefhýsingarmála og bestun þeirra

Hæfniskröfur:

  • Minnst 3 ára reynsla af rekstri IIS
  • Þekking á PowerShell og áhugi á automation
  • Þekking á Octopus Deploy eða sambærilegu er kostur
  • Metnaður, jákvæðni og þjónustulipurð
  • Tæknilegar vottanir eða önnur menntun sem nýtist í starfi er kostur


Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

Hjá Origo starfar öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt til að efla árangur, hagsæld og öryggi viðskiptavina. Gildin okkar eru þjónustuframsýn, samsterk og fagdjörf.

Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað. Nánari upplýsingar veita sérfræðingar á mannauðssviði Origo (mannaudur@origo.is)Auglýsing stofnuð:

18.10.2018

Staðsetning:

Borgartún 37, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi