Forstöðumaður í Rekstrarþjónustu og Innviðum

Origo hf. Borgartún 37, 105 Reykjavík


Origo leitar að metnaðarfullum og framsæknum leiðtoga til að leiða einingu í tækniþjónustu.


Starfsmenn Rekstrarþjónustu og Innviða Origo sjá um upplýsingatæknirekstur fyrirtækja af öllum stærðargráðum og í flestum geirum atvinnulífsins. Sala á rekstrarþjónustu og miðlægum innviðum er einnig mikilvægur þáttur í starfsemi sviðsins ásamt skýrum fókus á framúrskarandi þjónustu í upplýsingatæknirekstri.

Á sviðinu starfa um 150 starfsmenn með víðtæka reynslu á flest öllum sviðum upplýsingatækninnar.

Meðal verkefna forstöðumanns eru:

  • Daglegur rekstur, skipulagning og umsjón með starfsemi deildarinnar 
  • Ábyrgð á starfsmannamálum
  • Samskipti við lykil viðskiptavini deildar
  • Þátttaka í stefnumótun sviðsins 


Hæfniskröfur:

  • Stjórnunarreynsla
  • Leiðtoga- og samskiptahæfileikar
  • Reynsla af upplýsingatækni
  • Metnaður, frumkvæði og drifkraftur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi


Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.


Hjá Origo starfar öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt til að efla árangur, hagsæld og öryggi viðskiptavina. Gildin okkar eru þjónustuframsýn, samsterk og fagdjörf.


Sótt er um starfið á vef Origo. Umsóknarfrestur er til og með 20.janúar 2019. Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað. 

Auglýsing stofnuð:

04.01.2019

Staðsetning:

Borgartún 37, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi