Ertu tæknilega þenkjandi?

Origo hf. Borgartún 37, 105 Reykjavík


Við leitum að sjálfstæðum og útsjónarsömum einstaklingi með áhuga á að tileinka sér nýjungar og takast á við krefjandi verkefni á tækniborði okkar í Reykjavík. Hlutverkið felur í sér að leitast við að leysa úr fyrirspurnum viðskiptavina strax í fyrsta símtali með því að yfirtaka vélbúnað viðskiptavina, greina vandamálið og laga bilunina.

Helstu verkefni á tækniborði eru:

 • Almenn notendaþjónusta og upplýsingagjöf 
 • Móttaka, greining og úrlausn þjónustubeiðna
 • Uppsetningar á tölvu- og prentbúnaði
 • Umsýsla með póstlausnir og viðskiptahugbúnað á snjalltækjum
 • Uppsetning og dreifing á nýjum útstöðvum eða enduruppsetning á eldri vélum
 • Þátttaka í hópavinnu innan og milli deilda
 • Samvinna með kerfisstjórum og öðru tæknifólki


Við erum að leita að einstaklingum sem hafa:

 • Ríka þjónustulund 
 • Skipulagshæfni, sjálfstæði og öguð vinnubrögð
 • Góða þekkingu á Windows stýrikerfum, þekking á MacOS og Linux er kostur
 • Góða þekkingu á virkni útstöðva
 • Þekking á ITIL aðferðafræðinni er kostur
 • Reynslu af helstu snjalltækjum, Android og iOS
 • Menntun sem nýtist í starfi og tæknilegar vottanir t.d. Microsoft gráður, eru kostur


Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.

Hjá Origo starfar öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt til að efla árangur, hagsæld og öryggi viðskiptavina. Gildin okkar eru þjónustuframsýn, samsterk og fagdjörf.

Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar n.k. 

Auglýsing stofnuð:

03.01.2019

Staðsetning:

Borgartún 37, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi