Starf við áfyllingu á BIOEFFECT húðvörum

ORF Líftækni hf. Víkurhvarf 7, 203 Kópavogur


ORF Líftækni hf. leitar að starfsmanni í áfyllingu á BIOEFFECT húðvörum félagsins. Einnig geta komið til ýmis verkefni samkvæmt fyrirmælum yfirmanns tengd framleiðslu fyrirtækisins. Gera má ráð fyrir þróun á starfseminni og breytingum á starfinu í samræmi við það. Umsækjandinn þarf að vera áhugasamur um að starfa við framleiðsluvélar og geta unnið í góðu samstarfi við sérfræðinga og stjórnendur félagsins.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur
  • Áhugi á að vinna við framleiðsluvélar
  • Nákvæm vinnubrögð
  • Jákvæðni, frumkvæði og dugnaður
  • Lipurð í mannlegum samskiptum
  • Íslenskukunnátta
  • Snyrtimennska

Umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi óskast send í gegnum heimasíðuna Alfreð (www.alfred.is)  fyrir dagslok 18. júlí 2019.

Nánari upplýsingar um starfið veitir mannauðsstjóri, Harpa Magnúsdóttir, í síma 591-1590.

 

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað.

------------------------------------------------------------------------------------------

ORF Líftækni er íslenskt þekkingarfyrirtæki sem framleiðir vörur sem byggja á lífvísindum, m.a. BIOEFFECT húvörur sem seldar eru á Íslandi og erlendis og hafa fengið ýmsar viðurkenningar fyrir virkni sína og hreinleika.

Hjá ORF Líftækni starfar breið flóra fólks, með fjölbreyttan bakgrunn, reynslu og þekkingu. ORF Líftækni leitast við að vera eftirsóknarverður vinnustaður fyrir jafnt konur sem karla. Nánari upplýsingar um félagið og vörumerkin BIOEFFECT og ISOKINE má finna á heimasíðu félagsins: www.orf.is.  

 

Umsóknarfrestur:

18.07.2019

Auglýsing stofnuð:

05.07.2019

Staðsetning:

Víkurhvarf 7, 203 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi