Vélvirki hjá ORF Líftækni hf.

ORF Líftækni hf. Víkurhvarf 7, 203 Kópavogur


ORF Líftækni hf. auglýsir laust starf vélvirkja hjá félaginu. Leitað er að hæfileikaríkum einstaklingi til að sinna uppsetningu, viðhaldi, þróun og smíði íhluta ásamt keyrslu á tækjum félagsins. Um er að ræða vélar fyrir áfyllingu og pökkun húðvara. Einnig geta komið til verkefni tengd öðrum vélum og húsnæði félagsins. Umsækjandi þarf að vera áhugasamur í starfi og geta unnið í góðu samstarfi við sérfræðinga og stjórnendur félagsins.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Vélvirki, vélstjóri, rafmagnsiðnfræðingur, rafvirki eða sambærilegt
  • Góð þekking á vélum og stýringum véla
  • Reynsla af sambærilegu starfi
  • Nákvæm vinnubrögð
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Færni til að geta átt samskipti við íslenska og erlenda birgja v. varahluti og viðgerðir á tækjum og öðrum eignum félagsins
  • Snyrtimennska


Umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi óskast send í gegnum heimasíðuna Alfreð (www.alfred.is)  fyrir dagslok 18. júlí 2019.

Nánari upplýsingar um starfið veitir mannauðsstjóri, Harpa Magnúsdóttir, í síma 591-1590.

-------------------------------------------------------------------------------------- 

ORF Líftækni er íslenskt þekkingarfyrirtæki sem framleiðir vörur sem byggja á lífvísindum, m.a. BIOEFFECT húvörur sem seldar eru á Íslandi og erlendis og hafa fengið ýmsar viðurkenningar fyrir virkni sína og hreinleika.

Hjá ORF Líftækni starfar breið flóra fólks, með fjölbreyttan bakgrunn, reynslu og þekkingu. ORF Líftækni leitast við að vera eftirsóknarverður vinnustaður fyrir jafnt konur sem karla. Nánari upplýsingar um félagið og vörumerkin BIOEFFECT og ISOKINE má finna á heimasíðu félagsins: www.orf.is.  

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað.

Umsóknarfrestur:

18.07.2019

Auglýsing stofnuð:

05.07.2019

Staðsetning:

Víkurhvarf 7, 203 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi