Kynningarfulltrúi GRÆNNAR SMIÐJU (50% starf)

ORF Líftækni hf. Melhólabraut 4, 240 Grindavík


ORF Líftækni hf. opnar gestastofu Grænu Smiðjunnar í Grindavík 15. júní n.k., þar sem gestir fá að kynnast starfsemi gróðurhússins og BIOEFFECT vörum félagsins. Því leitum við að drífandi, skemmtilegum og skipulögðum einstaklingi til að hjálpa okkur að byggja upp fyrsta flokks upplifun fyrir gesti okkar. Um er að ræða 50% starfshlutfall.

HELSTU VERKEFNI:

 • Uppbygging á starfsemi gestastofunnar
 • Kynna og selja ferðir í gróðurhúsið 
 • Kynna og selja BIOEFFECT húðvörur félagsins
 • Sýna framúrskarandi gestrisni
 • Tryggja fallega framsetningu á vörum í gestastofunni
 • Gæta þess að gestastofan sé snyrtileg

MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR:

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Gott vald á íslensku og ensku (fleiri tungumál eru kostur)
 • Lipurð í mannlegum samskiptum
 • Reynsla af kynningarstarfi (leiklistarreynsla er kostur)
 • Þjónustulund
 • Reynsla af sölu- og þjónustustörfum 
 • Þekking á NAV bókhaldskerfinu er kostur

Æskilegt er að viðkomandi umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.

Umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi óskast send í gegnum heimasíðuna Alfreð fyrir dagslok 26. maí 2019.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Harpa Magnúsdóttir í síma 591-1590.

ORF Líftækni er íslenskt þekkingarfyrirtæki sem framleiðir vörur sem byggja á lífvísindum, m.a. BIOEFFECT húvörur sem seldar eru á Íslandi og erlendis og hafa fengið ýmsar viðurkenningar fyrir virkni sína og hreinleika.

Hjá ORF Líftækni starfar breið flóra fólks, með fjölbreyttan bakgrunn, reynslu og þekkingu og fyrirtækið leitast við að vera eftirsóknarverður vinnustaður fyrir jafnt karla sem konur. Nánari upplýsingar um félagið og vörumerkin BIOEFFECT og ISOKINE má finna á heimasíðu félagsins: www.orf.is.  

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað.

Umsóknarfrestur:

26.05.2019

Auglýsing stofnuð:

18.05.2019

Staðsetning:

Melhólabraut 4, 240 Grindavík

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi