Verkplanari hjá Virkjanarekstri

ON Bæjarháls 1, 110 Reykjavík


Í virkjunum ON eru mörg framsækin og spennandi verkefni í pípunum og því vantar okkur drífandi samstarfsfélaga til að slást í hópinn. Starfsfólk í virkjunum gegnir mikilvægu hlutverki þar sem áhersla er lögð á öryggisvitund, frumkvæði og umbótahugsun. Ertu ON?

Verkplanari er hluti af teymi „Áætlana og aðfanga“ sem m.a. hefur það hlutverk  að skipuleggja öll verk, stór og smá, á virkjanasvæðum ON. Verkplanarar hafa yfirsýn yfir verkin, tryggja gott flæði og forgangsraða í samráði við verkefnastjóra og deildarstjóra. Verkplanari tekur þar að auki þátt í mótun ferla og umbótum í tengslum við flæði verkefna.

Ef þú hefur góða skipulagsfærni, býrð yfir tækniþekkingu, ert lausnamiðuð/-miðaður og hefur unun af mannlegum samskiptum, viljum við heyra frá þér.

 

Nánar um starfið:

Verkplanari ber ábyrgð á að gefa út verkbeiðnir úr verkumsjónarkerfi; í því felst m.a. gerð áhættumats, verklýsinga, áætlun tíma og mannafla, öflun aðfanga, forgangsröðun verka og upplýsingagjöf til hagsmunaaðila. Starfsstöðvar verkplanara eru á Hellisheiði og á Bæjarhálsi 1 í Reykjavík.

 

Hæfnikröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi, próf í iðngrein eða tæknifræði er kostur
  • Tækniþekking nauðsynleg og reynsla af skipulagi verkefna er kostur
  • Mikil skipulagsfærni og yfirsýn
  • Lausnamiðuð hugsun, jákvæðni
  • Góð færni í mannlegum samskiptum

 

Sótt er um á ráðningavef ON, starf.on.is.

Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst 2019. Við hvetjum konur sérstaklega til að sækja um.*

 

Hvers vegna ON?

Við framleiðum og seljum rafmagn til allra landsmanna, auk þess að framleiða heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið. Við rekum virkjanir á Hellisheiði, Nesjavöllum og við Andakílsá. Við erum leiðandi í umhverfisvænum orkuskiptum á Íslandi og nýsköpun í nýtingu auðlindastrauma. Við höfum sett okkur metnaðarfull loftslagsmarkmið og viljum nýta auðlindir af ábyrgð og nærgætni til að bæta lífsgæði í nútíð og framtíð, okkur öllum til heilla.

Hjá okkur ríkir jákvæður starfsandi sem einkennist af sterkri liðsheild, uppbyggilegum skoðanaskiptum og virðingu í samskiptum. Við bjóðum upp á fyrsta flokks aðbúnað og fjölskylduvænan vinnutíma.

 

*Þar sem konur eru í miklum minnihluta starfsfólks hjá virkjunum ON hvetjum við þær sérstaklega, á grundvelli 1. mgr. 18. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008, til að sækja um.

 

 

Umsóknarfrestur:

25.08.2019

Auglýsing stofnuð:

09.08.2019

Staðsetning:

Bæjarháls 1, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi