Rekstrarstjóri hleðslunets ON

ON Bæjarháls 1, 110 Reykjavík


Orka náttúrunnar er leiðandi í umhverfisvænum orkuskiptum á Íslandi. Hleðslunet okkar er það viðamesta á landinu og er afrakstur áralangrar vinnu við uppbyggingu innviða.

Við leitum að þjónustuliprum einstaklingi sem hefur það hlutverk að tryggja stöðugleika í rekstri hleðslunetsins og vera hluti af teymi sem leiðir uppbyggingu á vöru og þjónustu á ört vaxandi markaði.

 

Helstu verkefni

 • Ábyrgð á uppitíma og þjónustustigi á hleðslubúnaði
 • Umsjón og eftirlit með rafmagnshönnun vegna uppsetningar hleðslubúnaðar
 • Umsjón og eftirlit með rafmagnshluta fjárfestingaverkefna á hönnunar- og framkvæmdastigi
 • Gerð útboðsgagna, verkáætlana og verklýsinga
 • Ráðgjöf og þátttaka í vöruþróun, þjónustu og innleiðing á nýjum lausnum
 • Umsjón með viðhaldsskráningum og öryggis- og viðhaldsúttektum
 • Samskipti við verktaka og þjónustuaðila, ásamt umsjón með þjálfun og upplýsingagjöf
 • Nýta nýjungar í hleðslulausnum og þjónustu
 • Þátttaka í innleiðingu á hugbúnaðarkerfum
 • Vinna að framgangi og þróun verkferla ásamt gæða, - öryggis og umhverfismála ON

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Tæknileg þekking og reynsla af uppsetningu og rekstri á hleðslubúnaði
 • Menntun sem nýtist í starfi, til viðbótar er sveinspróf í rafvirkjun nauðsynlegt
 • Skipulagsfærni og reynsla af stjórnun verkefna
 • Starfið krefst sveigjanleika, frumkvæðis, áreiðanleika og sjálfstæðra vinnubragða, þar sem verkefni munu þróast samhliða aukinni vöruþróun og þroska markaðar
 • Áhugi og skilningur á hugbúnaðarlausnum í tengslum við hleðslulausnir

 

Sótt er um á ráðningavef ON, starf.on.is.

Umsóknarfrestur er til og með 23. ágúst 2019. Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið.

 

Hvers vegna ON?

Við framleiðum og seljum rafmagn til allra landsmanna, auk þess að framleiða heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið. Við rekum virkjanir á Hellisheiði, Nesjavöllum og við Andakílsá. Við erum leiðandi í umhverfisvænum orkuskiptum á Íslandi og nýsköpun í nýtingu auðlindastrauma. Við höfum sett okkur metnaðarfull loftslagsmarkmið og viljum nýta auðlindir af ábyrgð og nærgætni til að bæta lífsgæði í nútíð og framtíð, okkur öllum til heilla.

Hjá okkur ríkir jákvæður starfsandi sem einkennist af sterkri liðsheild, uppbyggilegum skoðanaskiptum og virðingu í samskiptum. Við bjóðum upp á fyrsta flokks aðbúnað og fjölskylduvænan vinnutíma.

Umsóknarfrestur:

23.08.2019

Auglýsing stofnuð:

09.08.2019

Staðsetning:

Bæjarháls 1, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi