Sölufulltrúar óskast

Öflun ehf. Ármúli 8, 108 Reykjavík


Öflun ehf. óskar eftir öflugum og metnaðarfullum sölufulltrúum til starfa við símsölu sem fyrst.

Starfið fellst í úthringingum til einstaklinga vegna sölu- og fjáröflunarverkefna fyrir fyrirtæki og félagasamtök. Vinnutími er frá kl. 16:00-21:30

Hentar vel sem aukavinna fyrir námsmenn!

Vinnutíminn er sveigjanlegur en æskilegt er að hver og einn vinni a.m.k. 2 vaktir á viku.

Starfsmenn okkar eru á breiðu aldursbili og við hvetjum því jafnt yngri sem eldri til að sækja um! Lágmarksaldur er 18 ár.

Í boði eru góðir tekjumöguleikar, fjölbreytt verkefni og vinnuaðstaða eins og hún gerist best.

Reynsla af sölumennsku er kostur en alls ekki nauðsynleg.
Góð færni í íslensku er skilyrði, hafa gaman af því að tala í síma,  samviskusemi og heiðarleiki.

Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á oflun@oflun.is

Auglýsing stofnuð:

07.01.2019

Staðsetning:

Ármúli 8, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf Þjónustustörf Skrifstofustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi