Vilt þú vinna sem aðstoðarkona

NPA miðstöðin Hátún 12, 105 Reykjavík


Vilt þú vinna sem aðstoðarkona?

 

Er að leita eftir aðstoðarkonu í 80-100% starf.  Umsækjandi þarf að geta hafið störf í apríl 2019. Ég er hreyfihömluð kona og þarf aðstoð við flestar athafnir daglegs lífs. Starfið er fjölbreytt og vinnustaðurinn þinn er þar sem ég er hverju sinni; heima við, í skólanum úti í samfélaginu og á ferðalögum.

Um er að ræða vaktavinnu og eru laun samkvæmt sérkjarasamningi NPA miðstöðvarinnar og Eflingar stéttarfélags. Vaktir eru oft 20 – 24 tíma sólarhringsvaktir virka daga en styttri vaktir um helgar.  

Ég stunda nám við Listaháskóla Íslands og þarf  ýmsa aðstoð m.a. við að glósa og framkvæma ýmis listræn verkefni. Því er æskilegt að umsækjandi hafi góða íslensku og enskukunnáttu, sé drífandi og ófeiminn.   

Reynsla af starfi með fötluðu fólki er ekki nauðsynleg.

Umsækjandi þarf að vera 21 árs, líkamlega hraust, reyklaus, með bílpróf og hreint sakavottorð. Eiga auðvelt með að taka leiðsögn og draga sig í hlé. Virðing, sveigjanleiki, þolinmæði, jákvæðni og stundvísi eru mikilvægir kostir.

Hægt er að kynna sér NPA og hugmyndafræðina um sjálfstætt líf, á vef NPA miðstöðvarinnar, www.npa.is.

Fyrirspurn um starfið, umsókn ásamt ferilskrá og upplýsingum um tvo meðmælendur sendist á netfangið: kolbrun@npa.is.

Umsóknarfrestur er til 28. mars 2019

Umsóknarfrestur:

28.03.2019

Auglýsing stofnuð:

14.03.2019

Staðsetning:

Hátún 12, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi