Persónuleg aðstoðarkona óskast

NPA miðstöðin Hátún 12, 105 Reykjavík


30 ára kona í Vesturbæ Reykjavíkur óskar eftir aðstoðarkonu, 25 ára eða eldri, í hlutastarf. Starfið gengur út á að aðstoða konuna við daglegar athafnir þar sem hún býr ein með litlum hundi sem fer lítið úr hárum. Helstu áhugamál hennar eru prjónaskapur og önnur handavinna, ásamt kórsöng. Gott er þegar aðstoðarkonur kunna að prjóna eða hafa áhuga á að læra það. Um er að ræða vaktavinnu en helstu vaktir sem vantar á eru á morgnana og 3 klst í senn. Einnig afleysingar. Starfið hentar einstaklega vel með skóla eða annari vinnu. Starfið byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf fatlaðra einstaklinga og eru laun samkvæmt sérkjarasamningum NPA miðstöðvarinnar við Eflingu og Starfsgreinasambandið.

Hæfniskröfur:

  • Þolinmæði
  • Frumkvæði
  • Góð samskiptahæfni
  • Að vera hvetjandi í starfi
  • Reynsla af starfi með fötluðu fólki er kostur en ekki skilyrði.
  • Íslenskukunnátta er skilyrði.
  • Bilpróf er kostur


Umsóknir með ferilskrám og/eða hvers konar fyrirspurnir má senda hér á Alfreð.

Umsóknarfrestur:

20.05.2019

Auglýsing stofnuð:

06.05.2019

Staðsetning:

Hátún 12, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi