NPA aðstoðarkonur óskast

NPA miðstöðin Hátún 12, 105 Reykjavík


Klár og skemmtileg 10 ára hreyfihömluð stelpa búsett í Kópavogi auglýsir eftir aðstoðarkonum á aldrinum ca. 19-26 ára í fullt starf eða hlutastarf á breytilegum vöktum til að aðstoða hana við helstu athafnir daglegs lífs sem felast m.a. í aðstoð heima við á morgnana, í skóla, eftir skóla og heima við síðdegis, á kvöldin og um helgar við það sem hún tekur sér fyrir hendur hverju sinni.

Helstu áhugamál hennar eru söngur og leiklist.

Starfið byggir á hugmyndafræðinni um NPA og sjálfstætt líf og eru laun samkvæmt sérkjarasamningi NPA miðstöðvarinnar við Eflingu og Starfsgreinasambandið.

Hæfniskröfur:

Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslensku, vera með hreint sakavottorð, með bílpróf og hafa afnot af bíl. Mikilvægir kostir eru jákvæðni, virðing, stundvísi og sveigjanleiki og ekki verra að viðkomandi hafi áhuga á söng og/eða leiklist.

Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2019 og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. mars nk. Umsóknir með ferilskrám og/eða fyrirspurnir má senda á gudnysteinunn@hotmail.com

Umsóknarfrestur:

15.02.2019

Auglýsing stofnuð:

06.02.2019

Staðsetning:

Hátún 12, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi