NPA aðstoðarkona óskast

NPA miðstöðin Hátún 12, 105 Reykjavík


Aðstoðarkona óskast í sveigjanlegt starfshlutfall, unnið verður á virkum dögum og jafnvel einstakar helgar. Einnig gætu verið dagar sem aðstoðin yrði með mér í vinnunni. Unnið er samkvæmt hugmyndafræðinni um NPA og sjálfstætt líf. Laun eru samkvæmt kjarasamningi NPA miðstöðvarinnar og Eflingar. 

Aðstoðin felst m.a. í heimilishaldi, verslunarferðum, undirbúningi mínum og þátttöku í m.a. sjúkraþjálfun, ferðalögum, útivist o.fl. 

Góð íslenska er skilyrði og æskilegt að viðkomandi sé reyklaus, jákvæð og taki vel leiðsögn. Æskilegt að viðkomandi sé með bílpróf.

Skilyrði að viðkomandi sé með hreint sakavottorð.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Ég er 43 ára hreyfihömluð kona sem bý í Reykjavík og hef áhuga á ferðalögum, útivist, hreyfingu,sundi, bílum, tónlist, dýrum o.fl., er kattaeigandi. 

Umsóknarfrestur er til og með 22. júlí n.k. Fyrirspurnir og umsóknir skal senda á netfangið annasig75@gmail.com

Umsóknarfrestur:

23.07.2019

Auglýsing stofnuð:

09.07.2019

Staðsetning:

Hátún 12, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi