NPA aðstoðarfólk óskast

NPA miðstöðin Hátún 12, 105 Reykjavík


Ég er 19 ára strákur með taugahrörnunarsjúkdóm. Ég er að leita að persónulegu aðstoðarfólki í fullt starf og eða hlutastarf til að vinna hjá mér og aðstoða mig með hvað sem er, hvert sem ég fer.

Ég er í hjólastól, og þarf því aðstoð með flesta hluti. Starfið byggist á hugmyndinni um sjálfstætt líf og NPA.

Um er að ræða vaktavinnu (dag-, kvöld og næturvaktir) og eru laun samkvæmt sérkjarasamningi NPA miðstöðvarinnar og Eflingar stéttarfélags. Ég þarf aðstoðarfólk sem getur unnið á breytilegum vöktum, alla daga vikunnar. Ég er að leita að aðstoðarfólki af báðum kynjum 20 ára og eldra. Reynsla af starfi með fötluðu fólki er ekki nauðsynleg.

Umsækjandi þarf að vera líkamlega hraust manneskja, reyklaus, með bílpróf og hreint sakavottorð. Viðkomandi þarf að eiga auðvelt með að taka leiðsögn og draga sig í hlé. Í starfi sem þessu er traust, virðing, jákvæðni, þolinmæði, og stundvísi mikilvægir kostir.

Umsóknarfrestur er til 20. febrúar n.k.

Fyrirspurn um starfið, umsókn ásamt ferliskrá sendist á netfangið: thorsteinnstrula@gmail.com

Umsóknarfrestur:

20.02.2019

Auglýsing stofnuð:

06.02.2019

Staðsetning:

Hátún 12, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi