Aðstoðarfólk óskast

NPA Klapparhlíð 9, 270 Mosfellsbær


Ég er 40 ára karlmaður búsettur í Mosfellsbæ, með skerta hreyfigetu. Ég óska eftir starfsmönnum í vaktavinnu. Vaktir eru frá ca kl 17-22 en þó ekki meir en 3,5 til 4 tímar á virkum dögum, en 6-8 tímar um helgar.

Meðal verkefna er að aðstoða við daglegt líf svo sem við að sinna heimilisstörfum, komast á milli staða á mínum bíl, versla inn fyrir heimild, o.fl. Ég þarf ekki neina aðstoð við persónulegt hreinlæti.

Ég hef gaman af að fara í bíó, leikhús og kíkja á kaffihús um helgar.

Starfið er notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Magni Freyr notast við hjólastól og göngugrind.

Jákvæðni, sveigjanleiki, ábyrgð og metnaður eru mikils metnir kostir auk þess sem viðkomandi þarf að búa yfir líkamlegri og andlegri heilsu.

Um er að ræða vaktavinnu bæði á virkum dögum og um helgar og mismunandi starfshlutfall í boði. Ekki er gerð krafa um starfsreynslu af vinnu með fötluðu fólki. Ég er að leita eftir aðstoðarfólki á aldrinum 20-40 ára sem hefur góða færni í mannlegum samskiptum, er með bílpróf og er helst reyklaust.

Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Æskilegt er að umsækjandi sé íslenskumælandi en enskumælandi umsækjendur koma einnig til greina.

Frekari upplýsingar í síma 661-8362.

Auglýsing stofnuð:

04.06.2019

Staðsetning:

Klapparhlíð 9, 270 Mosfellsbær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi