Viltu vera VIP hjá Nova?

Nova Lágmúli 9, 108 Reykjavík


Við leitum að framúrskarandi skemmtilegum liðsfélögum til að stíga dansinn með okkur í VIP fyrirtækjaþjónustu Nova. Þar starfar samhentur hópur sem hefur það að markmiði að veita viðskiptavinum á fyrirtækjamarkaði framúrskarandi þjónustu. 

Við bjóðum upp á draumastörf fyrir þá sem vilja umgangast glás af lífsglöðu hæfileikafólki, vinna fjölbreytt starf og hafa nóg að gera. 

Bullandi þjónustulund og söluhæfileikar eru eiginleikar sem skipta höfuðmáli. Brennandi áhugi á tækni og símum og öllu hina fína dótinu sem við seljum er að sjálfsögðu bráðnauðsynlegur.

Við leitum að metnaðarfullum og söludrifnum einstaklingi í sölu og ráðgjöf á farsíma– og fastlínu- og netþjónustu til fyrirtækja. Þú þarft að geta unnið sjálfstætt og hafa reynslu af sölu á fyrirtækjamarkaði. Ef þú ert hress og hefur áhuga á fjarskiptaþjónustu þá viljum við endilega fá þig í hópinn.

Nova er skemmtilegur og sveigjanlegur vinnustaður, þar sem mikið er lagt upp úr sjálfstæðum vinnubrögðum og skemmtilegu samfélagi starfsfólks, góðum starfsanda og liðsheild.

Sæktu um fyrir 16.júní

Umsóknarfrestur:

16.06.2019

Auglýsing stofnuð:

03.06.2019

Staðsetning:

Lágmúli 9, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi