Matreiðslumaður óskast í framtíðarstarf

Northern Light Inn Norðurljósavegur 1, 240 Grindavík


Við leitum að matreiðslumanni í eldhúsið okkar á Max's Restaurant sem er á Northern Light Inn. Northern Light Inn er 42 herbergja hótel, opnað 1983, og hefur alla tíð verið í fjölskyldurekstri. Við erum staðsett steinsnar frá Bláa Lóninu (1,5km).

Við leitum að aðila sem hefur áhuga á að vinna með fólki, er jákvæð(ur) og sjálfstæð(ur) í vinnubrögðum. Leiðtoga sem fær fólk með sér í þau verkefni sem þarf að leysa.

Unnið er á 12 klst vöktum á 2-2-3 vaktakerfi frá kl. 10:30 til 22:30.

Ef þú hefur áhuga á að vinna á skemmtilegum stað, sem leggur áherslu á gæði og einfaldleika þar sem gott hráefni fær að njóta sín, þá endilega hafðu samband við okkur.

Við hvetjum konur sem karla að sækja um.

Við hlökkum til að heyra frá þér.

Umsóknarfrestur:

22.04.2019

Auglýsing stofnuð:

05.04.2019

Staðsetning:

Norðurljósavegur 1, 240 Grindavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Veitingastörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi