UMSJÓNARMAÐUR FASTEIGNAR

Norrænahúsið Sturlugata 5, 101 Reykjavík


Norræna húsið í Reykjavík auglýsir starf til umsóknar

UMSJÓNARMAÐUR FASTEIGNAR

 

Norræna húsið í Reykjavík tók til starfa árið 1968 en húsið teiknaði finnski arkitektinn Alvar Aalto. Húsið er friðað og er ein af fáum perlum módernískrar byggingarlistar í Reykjavík. Fjölbreytt menningarstarfsemi fer fram í Norræna húsinu, t.d. sýningar af ýmsu tagi, rekstur bókasafns, hljómleikar og sviðslist. Auk þess tekur húsið virkan þátt í norrænni þjóðfélagsumræðu með málþingum og ráðstefnum.

Við auglýsum eftir reyndum umsjónarmanni fasteigna til að leiða tækniteymi hússins. Helstu verkefni þín verða að skipuleggja og fylgjast með viðgerðum og viðhaldi á fasteigninni og gera viðhaldsáætlun til lengri tíma. Þú berð ábyrgð á öryggis- og tæknimálum hússins og samhæfir daglega húsvörslu. Þú berð ábyrgð á fjármálum á þínu sviði og sinnir tilboðsbeiðnum og undirbúningi á samningum við verktaka. Auk þess hefur þú umsjón með uppsetningu á sýningum í samstarf við ábyrgðarmenn sýninga og ræður við einfalda trésmíðavinnu.

Kröfur sem þú þarft að uppfylla:

-          Góð kunnátta í íslensku auk ensku og/eða einu skandinavísku málanna.

-          Menntun sem byggingameistari, byggingaverkfræðingur eða önnur hentug menntun.

-          Skjalfest reynsla af stjórnun.

-          Skilningur á varðveislu verðmætrar og menningarsögulegrar byggingarlistar og áhugi á menningu og listum.

Auk þess ertu:

-          Lipur í samskiptum og lausnamiðuð/aður.

-          Skipulögð/lagður og getur unnið sjálfstætt.

-          Jákvæð/ur og hvetjandi.

Um er að ræða fullt starf í fjögur ár með möguleika á framlengingu í fjögur ár til viðbótar samkvæmt reglum Norrænu ráðherranefndarinnar. Upplýsingar um Norræna húsið er að finna á vefsíðunni www.norraenahusid.is.

Umsóknarfrestur er 17. júní 2019.

Nánari upplýsingar veitir Þórunn Stefánsdóttir fjármálastjóri á netfanginu thorunnst@nordichouse.is eða í síma +354 5517030. Hægt er að sækja þarf um starfið á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar www.norden.org

Umsóknarfrestur:

17.06.2019

Auglýsing stofnuð:

31.05.2019

Staðsetning:

Sturlugata 5, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Þjónustustörf Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi