Þjónustufulltrúi

MyTimePlan Fiskislóð 31, 101 Reykjavík


MyTimePlan leitar að þjónustulunduðum aðila í framlínu og þjónustuteymi

Þú yrðir hluti af hæfileikaríku hugbúnaðarteymi sem vinnur náið með stjórnendum og starfsmönnum hjá mörgum af leiðandi fyrirtækjum landsins.

Sem þjónustufulltrúi ertu í lykilhlutverki við að tryggja árangursríka notkun og ánægju viðskiptavina.

Til að ná árangri í starfinu þarftu að hafa áhuga hugbúnaði, löngun til að læra og ná tökum á virkni MyTimePlan, góða rökhugsun, góða samskiptahæfileika, vera skipulagður og drífandi í að koma hlutum í framkvæmd og brenna fyrir ánægju viðskiptavina.

Menntun og reynsla:

·         Menntun er nýtist í starfi skilyrði.

·         Reynsla af vinnu í hugbúnaðarfyrirtæki kostur.

·         Reynsla og þekking á vakta- & viðverukerfum kostur.

·         Reynsla og þekking á launakerfum og launavinnslu kostur.

MyTimePlan er leiðandi kerfi í Skýinu fyrir mannauðsstjórnun sem auðveldar stjórnendum stýringu mikilvægustu auðlindar fyrirtækisins, þ.e.; mannauðnum og stuðlar að auknum lífsgæðum og framleiðni. Í dag nota rúmlega 30.000 starfsmenn kerfið hjá yfir 130 fyrirtækjum og stofnunum.

Ef þú telur þig réttu manneskjuna í starfið sendu okkur þá endilega umsókn og ferilskrá fyrir 26. apríl. Fullum trúnaði er heitið.

Auglýsing stofnuð:

16.04.2019

Staðsetning:

Fiskislóð 31, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi