Stuðningsfulltrúi í búsetukjarna Hulduhlíð

Mosfellsbær Þverholt 2, 270 Mosfellsbær


Búsetukjarninn Hulduhlíð auglýsir sumarstarf.

Búsetukjarninn í Hulduhlíð veitir fötluðu fólki þjónustu. Búsetukjarnar heyra undir fjölskyldusvið Mosfellsbæjar. 

Helstu verkefni okkar sem vinna í búsetukjarnanum í Hulduhlíð eru að veita íbúum stuðning við athafnir daglegs lífs og að stuðla að öruggu og ánægjulegu umhverfi með því að þekkja vel þeirra hagi. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um þjónandi leiðsögn, þjónustuáætlunum og öðrum verklagsreglum til að stuðla að framþróun í starfi.  Um sumarráðningu er að ræða allt að 70% staða. Unnið er á vöktum.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

                                              
Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Jákvæðni og vilji til að læra nýja hluti
  • Aldursskilyrði 20 ára
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar skilyrði
  • Góð alhliða tölvukunnátta er skilyrði
  • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi
  • Skilyrði um hreint sakavottorð
  • Íslenskukunnátta skilyrði

 
Umsóknarfrestur er til og með 28.mai 2019

Allar nánari upplýsingar veitir yfirþroskaþjálfi Hulduhlíðar Helena Byron Magnúsdóttir í síma 566-8804/660-7776. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum karla jafnt sem konur að sækja um starfið.

 

Umsóknarfrestur:

28.05.2019

Auglýsing stofnuð:

14.05.2019

Staðsetning:

Þverholt 2, 270 Mosfellsbær

Starfstegund:

Sumarstarf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi