Skólaliði óskast til starfa í Varmárskóla

Mosfellsbær Þverholt 2, 270 Mosfellsbær


Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða skólaliða til starfa

Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja. Skólinn er staðsettur í náttúruparadís og lögð er áhersla á nýtingu umhverfis í námi nemenda. Við skólann er öflugt starfsmannafélag og góður starfsandi.

Varmárskóli óskar eftir að ráða skólaliða til starfa. Vinnutíminn er frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga og er um að ræða 100% starfshlutfall.

Menntunar- og hæfnikröfur:

·         Aðstoð í mötuneyti

·         Útigæsla

·         Ræsting

·         Önnur tilfallandi verkefni

 

Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar 2019. 

Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið thoranna@varmarskoli.is.

Nánari upplýsingar um starfið gefur Þóranna Rósa Ólafsdóttir í síma 899-8465.

Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur:

24.01.2019

Auglýsing stofnuð:

08.01.2019

Staðsetning:

Þverholt 2, 270 Mosfellsbær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Kennsla og rannsóknir Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi