Öflugt starfsfólk óskast á Hlaðhamra

Mosfellsbær Þverholt 2, 270 Mosfellsbær


Leikskólinn Hlaðhamrar í Mosfellsbæ auglýsir eftir leikskólakennara eða starfsfólki með aðra uppeldismenntun og reynslu. Um framtíðarstarf  er að ræða.

Hlaðhamrar er um 80 barna leikskóli, sem skipt er í 4 deildir. Leikskólinn vinnur í anda „Reggio“ stefnunnar en sú stefna leggur áherslu á gæði í samskiptum og skapandi starf. Fjölbreytt og skemmtilegt starf er unnið með börnunum í fallegu umhverfi leikskólans í nálægð við náttúruna. Okkur vantar gott fólk sem hefur áhuga og ánægu á að vinna með gullmolunum okkar.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.  

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur háskólamenntun er æskileg, ef ekki fæst fólk með menntun er annað skoðað
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg
  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður er skilyrði
  • Sjálfstæði, lausnamiðuð hugsun og skipulögð vinnubrögð eru æskileg
  • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg

Umsóknarfrestur er til og með 18. janúar 2019

Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnheiður Halldórsdóttir leikskólastjóri í síma 666-1118. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.

 

Umsóknarfrestur:

18.01.2019

Auglýsing stofnuð:

04.01.2019

Staðsetning:

Þverholt 2, 270 Mosfellsbær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi