Forstöðumaður áfangaheimilis fyrir geðfatlaða

Mosfellsbær Þverholt 2, 270 Mosfellsbær


Mosfellsbær leitar að forstöðumanni áfangaheimilis fyrir geðfatlaða til starfa

VILTU VERA MEÐ OKKUR Í AÐ BYGGJA UPP NÝTT ÚRRÆÐI FYRIR GEÐFATLAÐA?

 

VIÐ LEITUM AÐ ÖFLUGUM FORSTÖÐUMANNI TIL STARFA

 Á heimilinu verður unnið eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf, batamiðaða nálgun og þjónandi leiðsögn og mun forstöðumaður koma að uppbyggingu heimilisins frá upphafi

 

Helstu verkefni forstöðumanns felast í að:

·         Stýra innra starfi heimilisins og bera ábyrgð á þeirri þjónustu sem íbúar fá

·         Halda utan um starfsmannamál heimilisins

·         Bera ábyrgð á að starfsmenn vinni eftir hugmyndafræði heimilisins, stuðli að valdeflingu íbúa og veiti þeim góða þjónustu í samræmi við þau lög, reglur og alþjóðlegar skuldbindingar sem um starfsemina gilda

 

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

 

Menntunar- og hæfnikröfur:

·         Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði, framhaldsmenntun kostur

·         Stjórnunarreynsla er skilyrði

·         Góð alhliða tölvukunnátta er skilyrði

·         Þekking á valdeflingu og hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf er æskileg

·         Þekking á hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn er æskileg

·         Þekking á batamiðaðri hugmyndafræði er æskileg

·         Framúrskarandi samskiptahæfileikar eru skilyrði

·         Reynsla og þekking á vaktaskýrslugerð er kostur

·         Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum er skilyrði

·         Hæfni til að tileinka sér nýjungar í starfi er skilyrði

Umsóknarfrestur er til og með 23. júní 2019. 

 

Allar umsóknir skulu fara í gegnum ráðningarvef Mosfellsbæjar. Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurbjörg Fjölnisdóttir, verkefnastjóri í sigurbjorgf@mos.is eða í síma 525 6700. Um framtíðarstarf er að ræða. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.

Umsóknarfrestur:

23.06.2019

Auglýsing stofnuð:

07.06.2019

Staðsetning:

Þverholt 2, 270 Mosfellsbær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi