Mörk - Sjúkraliðar óskast til starfa

Mörk hjúkrunarheimili Suðurlandsbraut 66, 108 Reykjavík


Við á Mörk hjúkrunarheimili erum að bæta við þann góða hóp sjúkraliða sem er starfandi við heimilið. 

Starfið er fjölbreytt og lögð er áhersla á góða teymisvinnu. Hjúkrunarfræðingur er alltaf í húsinu til ráðgjafar og stuðnings. Ýmsir möguleikar á starfshlutfalli og vaktafyrirkomulagi. 

Hæfnikröfur

  • Íslenskt sjúkraliðaleyfi
  • Góð íslenskukunnátta
  • Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi
  • Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni

Greitt er eftir kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Trúnaður, traust og umhyggja eru höfð að leiðarljósi í samskiptum og lögð er áhersla á góðan vinnuanda, sjálfstæð vinnubrögð og heimilislegt umhverfi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir:

Íris Benediktsdóttir, mannauðsráðgjafi

irisb@grund.is

Við hlökkum til að heyra frá þér.

Umsóknarfrestur:

13.06.2019

Auglýsing stofnuð:

04.06.2019

Staðsetning:

Suðurlandsbraut 66, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi