Ráðgjafi

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum Krossmói 4a, 260 Reykjanesbær


 

Vilt þú starfa á kraftmiklum og skemmtilegum vinnustað?

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum leitar að framúrskarandi starfsmanni  sem vill starfa með okkur í Samvinnu starfsendurhæfingardeild.

 Starfssvið viðkomandi nær m.a. yfir:

- ráðgjöf og stuðning við einstaklinga í starfsendurhæfingu
- taka þátt í teymisvinnu sérfræðinga sem koma að starfsendurhæfingunni
- gera og hafa umsjón með endurhæfingaráætlunum einstaklinga
- skipulagning og umsjón með námskeiðahaldi og fræðslu
- þátttaka í ýmsum verkefnum

Menntunar- og hæfnikröfur:

- háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda
- reynsla og þekking á sviði einstaklingsráðgjafar og/eða starfsendurhæfingar
- þekking og reynsla af atvinnulífinu
- sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanleiki
 

Skilyrði er að viðkomandi hafi einstaka þjónustulund, góða samskiptahæfileika, sé hugmyndaríkur og árangursdrifinn.

Umsóknir sendist til ina@mss.is  fyrir 5. ágúst næstkomandi.

Umsóknarfrestur:

05.08.2019

Auglýsing stofnuð:

03.07.2019

Staðsetning:

Krossmói 4a, 260 Reykjanesbær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi