Vélhönnuður

Micro Ryðfrí smíði Suðurhraun 12B, 210 Garðabær


Micro ryðfrí smíði í Garðabæ óskar eftir vönum vélhönnuði í vinnu.

Starfssvið

  • Almenn hönnun á vélbúnaði og frágangur teikninga.
  • Samskipti við viðskiptavini.
  • Tilboðsgerð.
  • Stjórn daglegra verkefna.

Menntunar og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi svo sem vélaverkfræði, véltæknifræði eða sambærilegt.
  • Góð reynsla af notkun CAD hugbúnaðar (SolidWorks, AutoCAD)
  • Reynsla af gerð og notkun framleiðslugagna í iðnaði.
  • Öguð vinnubrögð og skipulagshæfni.

Við bjóðum upp á krefjandi verkefni, snyrtilega aðstöðu, góðan tækjakost og skemmtilegan starfsanda!

Nánari upplýsingar um starfið veitir Gunnar Óli Sölvason
e: gunnar@micro.is
s: 869-9535

Micro-ryðfrí smíði er rótgróin vélsmiðja í Garðabæ. Smiðjan er vel tækjum búin og getur annast alla smíði úr ryðfríu stáli. Viðskiptavinir okkar eru aðallega útgerðir og fyrirtæki í matvælaiðnaði og sjávarútvegi. Við hönnum og framleiðum vinnslulínur og tækjabúnað, sjáum um uppsetningu og viðhald bæði á okkar eigin búnaði og annarra. Markmið okkar er að skila framúrskarandi smíði og vinnubrögðum. Næg verkefni framundan.

 

Auglýsing stofnuð:

08.02.2019

Staðsetning:

Suðurhraun 12B, 210 Garðabær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi