VIÐSKIPTASTJÓRI Á HEILBRIGÐISMARKAÐI

Medor Reykjavíkurvegur 74, 220 Hafnarfjörður


Viltu vera í hópi metnaðarfullra starfsmanna hjá vaxandi fyrirtæki á heilbrigðismarkaði?

MEDOR ehf. leitar að starfsmanni í fjölbreytt og krefjandi starf viðskiptastjóra fyrir lækningatæki og vörur til heilbrigðisstofnana.

Starfssvið:

 • Kynning, sala, þjónusta og markaðssetning á lækningatækjum og vörum til heilbrigðisstofnana
 • Verkefnastjórnun og þverfagleg teymisvinna
 • Kennsla og innleiðing á vörum og þjónustu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir á Íslandi
 • Samskipti við erlenda birgja
 • Vörustjórnun
 • Útboðs- og tilboðsgerð

 

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d verkfræðimenntun eða heilbrigðisvísindi
 • Þekking á sviði myndgreiningar, lækningatækja og tölvukerfa kostur
 • Reynsla af sambærilegum störfum kostur
 • Frumkvæði, drifkraftur, jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
 • Þekking á verkefnastjórnun kostur
 • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði
 • Skipulagshæfileikar og metnaður til að ná árangri í starfi

Nánari upplýsingar um starfið veita Ólafía Ása Jóhannesdóttir deildarstjóri (asa@medor.is ) s. 665 7001 og Pétur Veigar Pétursson starfsmannastjóri (petur@veritas.is) s. 897 1626.

Aðeins er tekið við umsóknum í gegnum ráðningavef MEDOR, www.medor.is.

Umsókninni skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem fram kemur hvers vegna viðkomandi sækir um starfið.

Umsóknarfrestur er til 28. desember nk.

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum verður svarað.

Umsóknarfrestur:

28.12.2018

Auglýsing stofnuð:

14.12.2018

Staðsetning:

Reykjavíkurvegur 74, 220 Hafnarfjörður

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf Heilbrigðisþjónusta Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi