Umönnun

Maríuhús Blesugróf 27, 108 Reykjavík


Maríuhús, óskar eftir starfsmanni í 100% starf
Maríuhús er dagþjálfun fyrir 22 einstaklinga með heilabilun, Alzheimer eða skylda sjúkdóma. Við leggjum áherslu á einstaklingshæfða umönnun og þjálfun og mætum fólki þar sem það er statt hverju sinni. Með opnum samskiptum og þverfaglegri samvinnu leggjum við áherslu á vellíðan og gleði í öllum okkar störfum.
Maríuhús er opið frá 8 til 16:30 alla virka daga. Í vetur er tilraunaverkefni í gangi með styttingu vinnuvikunnar svo að vinnuvikan er 38 stundir.
Starfið sem um ræðir felst í þjálfun og umönnun skjólstæðinga okkar. Við leggjum áherslu á að þjálfa bæði huga og hönd. Starfsfólk þarf að vera tilbúið að undirbúa, aðstoða og leiðbeina í hópastarfi, í handverki og almennri samveru. Einnig er veitt aðstoð við böðun.
Óskað er eftir starfsmanni með góða almenna grunnmenntun en reynsla af starfi með fólki með heilabilun er kostur. Áhugi og færni tengd tónlist, handverki og/eða félagsstarfi er æskileg. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að skoða starfið nánar.
Íslenskukunnátta er skilyrði.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Eflingar.
Nánari upplýsingar veitir Halldóra Þ Friðjónsdóttir, forstöðumaður í síma 534 7100

Auglýsing stofnuð:

10.07.2019

Staðsetning:

Blesugróf 27, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi