Söluhönnuður

Marel Austurhraun 9, 210 Garðabær


Söluhönnuður

 

Söluhönnuð vantar á kjötiðnaðarsvið (Marel Meat) í hönnun á kerfislausnum fyrir kjötframleiðslu, með starfsstöð í Garðabæ. Söluhönnuðir vinna með verkefnasölumenn varðandi hönnun kerfislausna fyrir viðskiptavini. Í formi teikninga og þá í framhaldi vinna við verðlagningu, samningagerð og halda utan um rýni á kerfislausnum.

 Starfssvið

 • Hönnun kerfislausna með verkefnasölumönnum allt frá hugmynd að seldri lausn
 • Teiknivinna, verðlagning, samningsgerð og umsjón rýni í söluhönnun lausna
 • Samskipti við verkefnasölumenn, verkefnastjóra, hönnuði og öðrum sem koma að kerfislausnum
 • Önnur verkefni sem geta komið upp, heimsóknir til viðskiptavina eða námsskeið

Hæfniskröfur

 • Menntun í verkfræði, tæknifræði eða öðru tækninámi.
 • Reynsla af notkun teikniforrita (Factory Design Suite, AutoCAD)
 • Góða skipulagshæfni, tímastjórnun og geta til að vinna undir álagi er kostur
 • Góð enskukunnátta er nauðsynleg
 • Reynsla af samskiptum við viðskiptavini er kostur
 • Reynsla af CRM og ERP kerfum er kostur
 • Vinnsluþekking er kostur

Viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að ferðast til viðskiptavina erlendis vegna starfsins.

Umsóknarfrestur er til og með 31 Desember nk. Einungis er tekið á móti umsóknum á heimasíðu Marel, www.marel.com/jobs

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhann H.K. Líndal, johann.lindal@marel.com, í síma 563 8000.

Umsóknarfrestur:

31.12.2018

Auglýsing stofnuð:

27.11.2018

Staðsetning:

Austurhraun 9, 210 Garðabær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi