Sérfræðingur í innri miðlun og viðburðastjórn

Marel Austurhraun 9, 210 Garðabær


Við leitum að öflugum einstaklingi til að halda utan um innri miðlun og viðburðastjórnun hjá Marel á Íslandi. Viðkomandi vinnur náið með framkvæmdastjóra og mannauðsstjóra Marel á Íslandi við að kynna vinnustaðinn, halda utan um innri herferðir og viðburði, miðla upplýsingum til starfsfólks svo Marel nái viðskiptalegum markmiðum sínum og skapi menningu þar sem fólk vex og nær árangri.

Starfssvið

 • Halda utan um áætlun um innri markaðssetningu fyrirtækisins
 • Halda utan um herferðir og viðburði sem styðja við innri menningu Marel
 • Halda utan um innri miðlun upplýsinga
 • Skipuleggja kynningar fyrir gesti sem heimsækja Marel.
 • Skipuleggja þátttöku Marel á ráðstefnum og viðburðum á Íslandi
 • Halda utan um þátttöku Marel í góðgerðamálum
 • Stuðningur við önnur markaðverkefni Marel

Hæfniskröfur

 • Reynsla og brennandi áhugi á viðburðastjórnun og innri markaðssetningu
 • Færni til að búa til og miðla efni á samfélagsmiðlum
 • Góð skipulagshæfni, frumkvæði og samskiptahæfni
 • Geta til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi
 • Ábyrg, skapandi og lausnarmiðuð vinnubrögð
 • Mjög gott vald á ensku og íslensku í ræðu og riti
 • Háskóamenntun sem nýtist í starfi

Nánari upplýsingar um starfið veitir Albert Arnarson Recruiter, albert.arnarson@marel.com eða í síma 563 8000.

Umsóknarfrestur er til og með 10. desember. Sótt er um starfið rafrænt á vef Marel, marel.is/störf

Umsóknarfrestur:

10.12.2018

Auglýsing stofnuð:

30.11.2018

Staðsetning:

Austurhraun 9, 210 Garðabær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi