Marel Austurhraun 9, 210 Garðabær
Við leitum að starfsmanni í bakvinnslu framleiðslustýringar
Við viljum ráða kraftmikinn starfsmann í tímabundið starf til eins árs í tengslum við innleiðingu SAP. Viðkomandi þarf að ganga í ýmis störf í tengslum við skipulagningu verka og útflutning þeirra. Viðkomandi ber ábyrgð á réttri skráningu, skipulagningu verkefna og aðfanga í framleiðslu Marel. Hefur yfirsýn yfir núverandi og fyrirliggjandi verkefni og er í daglegum samskiptum við fyrirliða og starfsmenn framleiðslu. Viðkomandi tekur einnig þátt í umbótaverkefnum.
Hæfniskröfur:
· Frumkvæði og vandvirkni í vinnubrögðum
· Tölugleggni og tölvufærni
· Færni við að tileinka sér nýjungar
· Reynsla af framleiðslu eða iðnaðarstörfum er kostur
· Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
Umsóknarfrestur er til og með 11. Febrúar 2018.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Theodóra Knútsdóttir deildarstjóri, sigridur.knutsdottir@marel.com og Albert Arnarson albert.arnarson@marel.com
07.02.2019
Staðsetning:Austurhraun 9, 210 Garðabær
Starfstegund:Fullt starf