Byggingartæknifræðingur/-verkfræðingur

Mannvit Urðarhvarf 6, 203 Kópavogur


Hefur þú áhuga á samgöngum; umferðarmálum, götum og veitum?

Mannvit leitar að byggingartæknifræðingi eða byggingarverkfræðingi til að starfa með fjölmennum og fjölbreyttum hópi sérfræðinga á sviði samgangna og veitna. Á sviðinu er unnið að fjölbreyttum verkefnum í samgöngumálum; umferðargreiningum, samgönguskipulagi og forhönnun og verkhönnun samgöngumannvirkja og veitna.  Viðkomandi mun sinna hönnunar- og ráðgjafaverkefnum á sviði samgangna. 
Menntunar- og hæfnikröfur

  • B.Sc. eða M.Sc. í byggingarverkfræði eða tæknifræði (áhersla á samgöngur og veitur er æskileg).
  • Æskilegt er að viðkomandi hafi a.m.k. 3 ára starfsreynslu á sviði samgöngumála.
  • Reynsla í gatnahönnun er æskileg.
  • Þekking á almennum teikniforritum og þrívíddarhönnunarforritum (Autocad Civil 3D eða Microstation Inroads) er æskileg.
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku og helst einnig á einu norðurlandamáli.  
  • Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum. 
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Reynsla er æskileg en ekki nauðsynleg.

Nánari upplýsingar veitir Einar Ragnarsson, sviðsstjóri Mannvirkja og umhverfis. 

Mannvit býður þjónustu á sviði verkfræði, rekstrar, jarðvísinda, umhverfis, byggingarefnarannsókna, verkefnastjórnunar og heildarumsjónar verkefna. Mannvit er eitt stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins á sviði verkfræði og tækni og þar starfar öflugur hópur reynslumikilla verkfræðinga og tæknimenntaðs starfsfólks með fjölþætta reynslu á flestum sviðum verkfræðiþjónustu. Viðhorfum til verkefna og viðskiptavina verður best lýst með gildum fyrirtækisins: Traust, víðsýni, þekking og gleði.

Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur:

29.04.2019

Auglýsing stofnuð:

15.04.2019

Staðsetning:

Urðarhvarf 6, 203 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi