Lyfja Lágmúla - Lyfjatæknir

Lyfja Hagasmári 1, 201 Kópavogur


Við leitum að lyfjatækni til að sinna störfum í receptúr ásamt almennri afgreiðslu.


Starfssvið:

  • Aðstoð við lyfjafræðing í receptúr
  • Afhending lyfja gegn lyfseðli
  • Afgreiðsla á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra
  • Ráðgjöf til viðskiptavina um val á almennum vörum og afgreiðsla á kassa


Hæfniskröfur:

  • Rík þjónustulund
  • Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Áhugi á mannlegum samskiptum
  • Jákvæðni og gott viðmót
  • Geta til að starfa undir álagi


Allir umsækjendur þurfa að hafa ágæta íslensku- og enskukunnáttu.

Vinnutími er á vaktarúllu og starfshlutfall er 90-100%.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf í ágúst.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna Sólmundsdóttir, lyfsali í Lyfju Lágmúla, s. 533-2300 eða anna@lyfja.is

Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

Í samræmi við jafnréttisáætlun Lyfju hf. hvetjum við karla jafnt sem konur til þess að sækja um störf hjá fyrirtækinu.

Auglýsing stofnuð:

19.06.2019

Staðsetning:

Hagasmári 1, 201 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi