Verkefnastjóri nýrra markaðra

Lopi Völuteigur 6, 270 Mosfellsbær


Íslenskur textíliðnaður hf. (Ístex hf.) framleiðir Lopa handprjónaband úr íslenskri ull, þar má nefna Plötulopa, Álafosslopa, Einband, Bulkylopa og Léttlopa.  Ístex framleiðir einnig ullarteppi og vélprjónaband, ásamt því að gefa út handprjónabækur með fjölbreyttri hönnun. Ístex rekur þvottstöð á Blönduósi og spunaverksmiðju í Mosfellsbæ. Yfir 40% af tekjum Ístex koma erlendis frá.

Helstu verkefni

Ístex hf. hefur lagt áherslu á þróunarverkefni sem nú er tækifæri til að setja á markað. Þess vegna leitum við að mögnuðum aðila til að vaxa með okkur með jákvæðni og hugmyndauðgi að leiðarljósi. Verkefnin eru fjölbreytt, þar sem mikið reynir á frumkvæði, mannleg samskipti, menningarlæsi, alþjóðlega markaðsetningu í netheimum og verkefnastjórnun.

Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólamenntun eða reynsla sem nýtist í starfi, sér í lagi á sviði markaðsfræði og/eða rekstri.

  • Reynsla af markaðs- og sölumálum
  • Þekking og reynsla af markaðssetningu á erlendum mörkuðum
  • Þekking af birgðakeðjum og bestun á vegferð viðskiptavina
  • Sterk íslensku og ensku kunnátta mikilvæg, önnur tungumálakunnátta sterkur kostur
  • Góð tölvukunnátta og -læsi, m.a. í Google Analytics, WordPress og Excel
  • Brennandi áhugi á íslenskri ull

Nánari upplýsingar

Upplýsingar um starfið veitir Sigurður Sævar Gunnarsson framkvæmdastjóri í síma 773 3883.

Umsóknarfrestur er til 9. júní 2019. Vinsamlegast skilið inn kynningarbréfi á íslensku og ensku. 

Auglýsing stofnuð:

22.05.2019

Staðsetning:

Völuteigur 6, 270 Mosfellsbær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi