Starfsmaður sérkennslu í Læk

Lækur Digranesvegur 1A, 200 Kópavogur


Atferlisþjálfun - Starfsmaður sérkennslu í leikskólann Læk

Leikskólinn Lækur óskar eftir leikskólasérkennara, þroskaþjálfa eða starfsmanni með aðra menntun sem nýtist til starfa við atferlisþjálfun og sérkennslu í leikskólanum Læk, Kópavogi. Atferlisþjálfun krefst mikillar einstaklingsþjálfunar og hefur mótast það vinnulag að hver þjálfi kemur að þjálfun fleiri en eins barns. Þó hefur hvert barn sinn sérstaka umsjónarþjálfa, sem hefur aðalumsjón með málefnum barnsins og ber ábyrgð á sérkennslu þess.

Lækur er 6 deilda leikskóli, í skólanum eru 128 börn og 40 starfsmenn. Deildir skólans eru aldursskiptar, eldri börnin eru í stóra-Læk og yngri börnin í litla-Læk.

Leikskólinn er staðsettur í Kópavogsdal, þarsem er veðursæld og stutt í skemmtileg útivistarsvæði á öllum árstímum. Við leggjum upp með lýðræðislega nálgun í starfi með börnunum og starfsfólki. Með samræðum og mati hafa börn og starfsfólk áhrif á starfið.

Einkunnarorð leikskólans eru sjálfræði, hlýja og virðing

Ráðningartími og starfshlutfall

Staðan er laus nú þegar. Starfshlutfall er 80 til 100%.

Hæfniskröfur:

· Leikskólakennaramenntun, þroskaþjálfamenntun, sálfræðimenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.

· Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem er með góða færni í samskiptum og er sjálfstæður í vinnubrögðum.

· Færni og vilji til að vinna samkvæmt einstaklingsnámskrám í teymisvinnu.

· Hæfni til að beita lausnamiðaðri nálgun við úrvinnslu verkefna.

· Góð íslenskukunnátta skilyrði.

· Ef ekki fæst þroskaþjálfi /leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning. Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa. Að vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir.

Umsóknarfrestur er til og með 8. ágúst 2018.

Upplýsingar um starfið gefa María Vilborg Hauksdóttir leikskólastjóri Sími 8402685 og Helga Maren Hauksdóttir sérkennslustjóri í síma 441-5900. Einnig má senda fyrirspurnir á laekur@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar http://www.kopavogur.is

Umsóknarfrestur:

08.08.2018

Auglýsing stofnuð:

11.07.2018

Staðsetning:

Digranesvegur 1A, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi