Livio Reykjavík Álfheimar 74, 104 Reykjavík
Við viljum bæta við okkur ritara í Livio Reykjavík. Ritarar okkar eru andlit fyrirtækisins og sinna fjölbreyttu starfi í spennandi fyrirtæki.
Livio Reykjavík er einkarekin deild sérhæfð í rannsóknum og meðferðum á ófrjósemi. Við framkvæmum til dæmis tæknisæðingar, glasafrjóvganir og smásjárfrjóvganir. Við vitum að meðferð sem mætir þörfum sjúklinganna og tekur tillit til bæði líkamlegra og sálrænna þátta er forsenda þess að ná besta mögulega árangri.
Livio Reykjavík er hluti af Livio samsteypunni sem er stærsti aðilinn í meðferðum á ófrjósemi á Norðurlöndunum. Fyrirtækið er samsett af 9 tæknifrjóvgunardeildum í Svíþjóð, Noregi og Íslandi með 150 starfsmenn.
Helstu verkefni og ábyrgð:
* taka á móti skjólstæðingum deildarinnar á staðnum, í síma og í tölvu
* taka við og halda utanum greiðslur og sjá um frágang ýmissa gagna.
* ýmiss frágangur og umhirða á deildinni og önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
* reynsla af heilbrigðis-, þjónustu- eða verslunarstörfum
* grunn tölvukunnátta
* góð enskukunnátta er nauðsynleg og að hafa tök á einhverju Norðurlandamáli.
* góð samskipta- og samstarfshæfni, jákvæðni, þjónustulund og sveigjanleiki
* nákvæmni, agi og frumkvæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni
Starfshlutfall og vinnutími
80 -100% starf sem unnið er á hefðbundnum dagvinnutíma á virkum dögum. Einstaka almenna frídaga má búast við að þurfa að vinna.
Umsóknir óskast sendar til Brynju Karlsdóttur deildarstjóra hjúkrunarsviðs á tölvupóstfangið brynja.karlsdottir@livio.is. Segðu okkur hvers vegna þú sækist eftir starfinu og láttu starfsferilsskrá fylgja með, svo og nöfn, símanúmer og netföng tveggja umsagnaraðila.
15.02.2019
Auglýsing stofnuð:31.01.2019
Staðsetning:Álfheimar 74, 104 Reykjavík
Starfstegund:Fullt starf