VILTU BÆTAST Í STJÓRNENDATEYMIÐ OKKAR?

LFA ehf. Fossaleynir 12, 112 Reykjavík


LEIKSKÓLINN FOSSAKOT ÓSKAR EFTIR DEILDARSTJÓRA TIL STARFA.

Fossakot er fjögurra deilda sjálfstætt rekinn leikskóli í Grafarvoginum og er fyrir börn á aldrinum 9 mánaða – 5 ára.

Við leitum að deildarstjóra til að taka við næst elstu deild leikskólans, en þar eru börn frá tveggja til fjögurra ára.

Við hjá Fossakoti leggjum ríka áherslu á málstarf og félagsþroska um leið og við viljum efla sjálfsöryggi barnanna. Skólinn vinnur markvisst með TRAS – skráningarlistann og hefur málörvun leikskólans verið unnin út frá honum. Leikskólinn hefur einnig unnið með réttindi barna og viljum við að raddir þeirra fái að heyrast og þess vegna hefur leikskólinn unnið með lýðræði, jafnrétti og Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna.

Markmið Fossakots er að skila til samfélagsins sjálfsöruggum einstaklingum sem geta tjáð óskir sínar, þarfir og tilfinningar.

Lögð er áhersla á góðan starfsanda sem einkennist af virðingu, umburðarlyndi, gleði og jákvæðu viðmóti.

Hæfninskröfur:

  • Háskólagráða – eða menntun sem nýtist í starfi
  • Frumkvæði í starfi, faglegur metnaður
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa verður ráðinn leiðbeinandi eða starfsmaður með aðra uppeldismenntun.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Áhugasamir sendi ferilskrá á umsoknir@lfa.is

Umsóknarfrestur:

20.08.2019

Auglýsing stofnuð:

08.08.2019

Staðsetning:

Fossaleynir 12, 112 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi