

Lektor í kennslu hönnunar og smíða hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Laust er til umsóknar fullt starf lektors á sviði hönnunar- og smíðakennslu við Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Kennsla námskeiða í hönnun og smíði fyrir verðandi grunnskólakennara, leikskólakennara og tómstundafræðinga.
- Leiðsögn nemenda við skrif lokaverkefna.
- Rannsóknir á sviði hönnunar- og smíðakennslu.
- Þátttaka í þróun kennsluhátta og rannsókna í hönnunar- og smíðakennslu innan Menntavísindasviðs.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Umsækjandi skal hafa lokið meistaraprófsritgerð og hafa þekkingu og reynslu í samræmi við alþjóðleg viðmið fyrir starfsheiti lektors á sviðinu, staðfest með áliti dómnefndar, eða með doktorsprófi frá viðurkenndum háskóla.
- Leyfisbréf kennara.
- Þekking á og reynsla af hönnunar- og smíðakennslu á vettvangi, ekki síst í grunn- og leikskóla.
- Reynsla af kennslu á háskólastigi er æskileg.
- Reynsla af rannsóknum á sviði list- og verkgreinamenntunar. Einnig er reynsla af rannsóknum á sviði hönnunar- og smíðakennslu æskileg.
- Góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Góð færni í íslensku, í ræðu og riti.
Auglýsing birt5. nóvember 2025
Umsóknarfrestur4. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Hagatorg 1, 107 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FagmennskaFræðigreinarKennslaMannleg samskiptiRannsóknirVinnsla rannsóknargagna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (5)

Senior Training Specialist / Sérfræðingur í þjálfun og gæðamálum
Alvotech hf

Hjúkrunarfræðingur - Rannsóknarverkefni meðal krabbameinssjúklinga
Landspítali

Verkefnisstjóri á styrkjaskrifstofu
Háskóli Íslands

Jarðfræðingur á rannsóknarstofu óskast
Fossvélar

Akademísk staða í Viðskipta-og hagfræðideild
Háskólinn í Reykjavík