Viltu vera með okkur?

Leikskólinn Tjörn Tjarnargata 33, 101 Reykjavík


 

Viltu koma að vinna með okkur í skemmtilegu andrúmslofti, þar sem gleði og sköpunarkraftur fær notið sín? 

 

Leikskólinn Tjörn starfar í tveimur húsum. Árið 2009 voru
skólarnir sameinaðir og fengu þeir nafnið Tjörn. Það er
góður andi í báðum húsunum. Báðar byggingarnar eru
glæsilegar og eru fyrir marga kennileiti í hverfinu.

 

Uppeldissýn leikskólans er að leitast við að rækta með hverjum og einum þá hæfileika sem munu nýtast viðkomandi best í nútímasamfélagi. Því teljum við að nauðsynlegt sé að styrkja jákvæða sjálfsmynd barnanna, félagslega hæfni og trú á þeirra eigin getu. Einkunnarorð okkar hér í Tjörn eru; frumkvæði, vinátta og gleði. Við teljum mikilvægt að kennarar og starfsmenn séu ánægðir og sáttir í starfi þar sem allt okkar starf endurspeglast í börnunum


 

Leikskólinn Tjörn nýtir hugmyndafræði Reggio Emilia skólanna í starfi sínu. Í norðurhluta Ítalíu er rúmlega 163.000 manna borg sem heitir Reggio Emilia. Á sjötta áratugnum sáu kennarar og foreldrar þörfina á skólum handa yngstu börnunum. Samtök um samvinnumenntun voru stofnuð árið 1951 og hugmyndafræði að baki uppeldiskenningum leikskóla Reggio Emilia kemur úr ýmsum áttum, meðal annars frá Piaget, Erikson, Freinet og Ciari. Sálfræðingurinn Loris Malaguzzi  ásamt samstarfsmönnum sínum mótuðu starfsaðferðina.  Loris Malaguzzi sagði að börn hefðu ,,hundrað mál” og það ætti að hvetja börnin til að nota öll sín skilningarvit og þá hæfileika sem þau búa yfir.  Til að börn geti tjáð sig þurfa þau verkefni til að vinna úr og festa í minni reynslu sína.  Hann sagði að leikskólinn ætti að vera lifandi staður í stöðugri þróun,  þar sem börn og fullorðnir gætu verið í góðu sambandi hvert við annað. Leikskólinn á að vera í stöðugri þróun líkt og samfélagið.                           

     Það sem einkennir Reggio skólana er fyrst og fremst trú á getu barna, og trú á að þau hafi vit og vilja til að taka þátt í og móta það starf sem fram fer. Áhersla er á lýðræði og að börn séu skapandi, sjálfstæð, virk og frumkvöðlar í sínu lífi en ekki bara fylgjendur. Reggio leikskólar líkjast verkstæðum og mikil fjölbreytni er í efnivið og vinnu. Námskráin er flæðandi og endurskoðuð reglulega og unnin eftir hverjum tíma. Í mörgum Reggio skólum er útfærslan á eftirfarandi hátt; unnið er í svokallaðri verkstæðisvinnu/stöðvavinnu, en þá geta börnin valið sér verkstæði eftir áhuga sínum.  Allur efniviður er sýnilegur og aðgengilegur fyrir börnin. Börnin eru þátttakendur í að móta það sem gert er og eins og t.d. námskrána. Talað er um þrjá kennara, það er barnið sjálft, hinn fullorðni (kennari og foreldri) og umhverfið. Umhverfi leikskólans þarf að vera skapandi og áhersla á að örva fegurðarskyn og áhuga barnsins. Miklar heimsspekilegar áherslur eru í starfi í anda Reggio Emilia, mikið er lagt upp úr samræðum, vangaveltum og þekkingarleit er í hávegum höfð. 

 

 

 
 

 


 

 

Auglýsing stofnuð:

03.12.2018

Staðsetning:

Tjarnargata 33, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi